Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

SAFNANÓTT 6. febrúar 2015

26.01.2015
SAFNANÓTT 6. febrúar 2015

Bókasafn Garðabæjar- og Álftaness mun standa fyrir fjölbreyttri dagskrá á Safnanótt þann 6. febrúar 2015.

Dagskrá Bókasafns Garðabæjar, Garðatorgi 7

Kl. 19:00 Gælur fælur og þvælur: Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson flytja sönglög eftir Jóhann Helgason við ljóð Þórarinns Eldjárns skálds.

Kl. 20:00 - 24:00: Geymt og Gleymt: Sýning á munum sem hafa gleymst inní bókum safnsins í gegnum árin og fundist fyrir tilviljun síðar. Bryndís Bjögvinsdóttir rithöfundur flytur hugleiðingu við opnun sýningarinnar kl. 20:00

Kl. 20:30 Dægradvöl - íslensk klassík: Ein rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta. Guðmundur Andri Thorsson fjallar um bókina „Dægradvöl“ eftir Benedikt Gröndal skáld og rithöfund (1826-1907). Bókin var skrifuð á síðustu áratugum 19. aldar, en kom fyrst út árið 1923, 16 árum eftir lát höfundar, og var síðast endurútgefin 2014.

Kl 21:30 Listamaður á söguslóð. Kynning á bók Vibeke Nörgaard Nielsen í þýðingu Sigurlínar Sveinbjarnardóttur um danska listmálarann Johannes Larsen.

Dagskrá Bókasafns Garðabæjar Álftanesi:

Kl. 19:00 Dægradvöl -íslensk klassík. Guðmundur Andri Thorsson fjallar um bókina „Dægradvöl“ eftir Benedikt Gröndal skáld og rithöfund (1826-1907).

Kl. 20:00 Gælur, fælur og þvælur Sönglög fyrir alla fjölskylduna.
Ljóð eftir Þórarinn Eldjárn við lög eftir Jóhann Helgason í flutningi Ragnheiðar Gröndal og Guðmundar Péturssonar.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Til baka
English
Hafðu samband