Listasmiðjan Bók-List haldin í annað sinn!
16.03.2015
Listasmiðjan Bók+List verður haldin í annað sinn hér á safninu laugardaginn 11. apríl kl. 11:00 - 14:30.
Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að breyta gömlum bókum í listaverk og skoða möguleika bókarinnar sem myndlistarmiðils.
Leiðbeinandi er Helga Sif Guðmundsdóttir myndlistarmaður.
Þátttökugjald er ekkert og allt efni á staðnum. Vakin er athygli á því að foreldrar séu með börnum sínum. Hámarksfjöldi er 10 börn og verður að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 10. apríl á netfangið helgasif@gardabaer.is eða í síma bókasafnsins: 525 8550
Hlökkum til að sjá ykkur!