Sögugöngur!
24.04.2015
Laugardagana 2. og 9. maí mun Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar, bjóða uppá skemmtilegar sögugöngur.
Fyrri gangan, laugardaginn 2. maí hefst kl. 11 með mætingu í Bókasafn Álftaness. Boðið verður uppá fuglaskoðun í leiðsögn Einars Ó. Þorleifssonar sem um árabil var formaður Fuglaverndunarfélags Íslands.
Seinni gangan, laugardaginn 9. maí er sögu- og minjaganga á Garðaholti. Leiðsögumaður er Rúna K. Tetzschner íslenskufræðingur og myndlistarmaður. Gangan hefst kl. 11 við samkomuhúsið Garðaholt.
Boðið verður uppá hressingu eftir báðar göngurnar.
Allir velkomnir!