Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögu- og minjaganga á Garðaholti

12.05.2015
Sögu- og minjaganga á Garðaholti

Sögu- og minjaganga á Garðaholti



Seinni söguganga Bókasafns Garðabæjar var haldin síðastliðin laugardag 9. maí. Gengið var um Garðaholt og Garðahverfi og bustabærinn Krókur heimsóttur. Leiðsögumaður var Rúna K. Tetzschner íslenskufræðingur og myndlistarmaður. Gangan hófst við samkomuhúsið Garðaholt og var gengið fyrst upp í Garðaholt, þaðan meðfram Garðatúngarði niður að Hausastaðaskóla, um fjöruna og upp að Garðalind, hinu forna vatnsbóli Garðahverfis. Stoppað var við ýmsar minjar á leiðinni. Bárujárnsklæddi burstabærinn Krókur var að lokum heimsóttur þar sem þátttakendur fengu hressingu.
Til baka
English
Hafðu samband