Úrslitin ljós í Bókaverðlaunum barnanna!
02.06.2015
Nú eru úrslitin ljós í Bókaverðlaunum barnanna 2015 í Garðabænum. Fimm efstu bækurnar voru Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason, Dagbók Kidda klaufa 6 eftir Jeff Kinney, Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell, Rottuborgari eftir David Walliams og Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Góð þátttaka var í flestum skólum bæjarins og augljóst að börnin í bænum eru áhugasöm um nýjar bækur og eru mjög dugleg að lesa! Sem þakklæti fyrir þátttökuna fengu 4 heppin börn bók að gjöf, en það voru Össur Anton og Natan Ivik Aguilar úr Hofsstaðaskóla, Ásgerður Sara Hálfdánardóttir úr Sjálandsskóla og Arna Guðjónsdóttir úr Flataskóla.