Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð Leshrings Bókasafns Garðabæjar

02.06.2015
Vorferð Leshrings Bókasafns GarðabæjarLeshringur bókasafnsins fór í sína árlegu vorferð og skoðaði sýninguna Konur stíga fram - svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist í Listasafni Íslands. Sýningin tengist 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi en leshringurinn hefur einmitt verið að kynna sér það efni og sjálfsævisögur kvenna í vetur. Björg Erlendsdóttir tók á móti hópnum og veitti honum frábæra leiðsögn um sýninguna. Að lokum naut hópurinn góðra veitinga á kaffistofu listasafnsins. Leshringurinn er nú kominn í sumarfrí en hefur störf að nýju í september.
Til baka
English
Hafðu samband