Vorverkin í Garðabæ og Garðyrkjufélag Íslands
30.03.2016
Fimmtudaginn 31. mars frá klukkan 17:00 spjalla Linda garðyrkjufræðingur og Erla Bil umhverfisstjóri um garðyrkju og umhverfi í Garðabæ á bókasafninu Garðatorgi, 1. hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.Miðvikudaginn 13. apríl frá klukkan 17:00 spjalla Smári garðyrkjustjóri og Linda garðyrkjufræðingur um garðyrkju og umhverfi í Garðabæ á bókasafninu Garðatorgi, 2. hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.
Fimmtudaginn 28. apríl frá klukkan 17:00 spjalla Smári garðyrkjustjóri, Erla Bil umhverfisstjóri og Linda garðyrkjufræðingur um garðyrkju og umhverfi í Garðabæ á bókasafninu Garðatorgi, 1. hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.
Garðyrkjufélag Íslands – kynning og fróðleikur
Laugardaginn 14. maí kl. 13:00 mun Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjufélagi Íslands kynna og fræða okkur um garðverkin, vorverkin og félagið á bókasafninu Garðatorgi. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.