Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar – Lestrarhestur vikunnar 9.-15. júlí er Iðunn Björnsdóttir.
18.07.2016
Iðunn Björnsdóttir var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar og er lestrarhestur vikunnar 9. til 15. júlí. Iðunn las bókina Hulda Vala og dýravinur 3 eftir Diana Kimpron. Iðunn fékk í verðlaun bókina Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason. Við spurðum Iðunni nokkurra spurninga:Hvernig fannst þér bókin? Hún var rosa skemmtileg. Líka fyndin og falleg bók.
Var bókin spennandi? Já, hún var dálítið spennandi. Sérstaklega þegar kötturinn var undir trénu.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Já, örugglega.
Viltu segja eitthvað meira um bókina? Veit ekki
Lastu fleiri bækur síðastliðna viku: já, Land hinna týndu sokka , Flateyjarbréfin og Flugan sem stöðvaði stríðið.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og skila inn miða í sumarlestur Bókasafns Garðabæjar? Ég ætla að reyna það.
Við óskum Iðunni til hamingju. Lestrarhestur vikunnar er dreginn út hvern föstudag í sumar. Sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð á Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 18. ágúst kl. 11:00. Lesum saman í sumar.