Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar – Lestrarhestur vikunnar 16.-22. júlí er Banuka Mathisha.

11.08.2016
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar – Lestrarhestur vikunnar 16.-22. júlí er Banuka Mathisha.Banuka var dreginn út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar og er lestrarhestur vikunnar 16. til 22. júlí. Banuka las bókina Mábbi eftir Bryndísi Gunnarsdóttur. Banuka fékk í verðlaun bókina Vélmenna árásin eftir Ævar Þór Benediktsson. Við spurðum Banuka nokkurra spurninga:
Hvernig fannst þér bókin? Hún var skemmtileg.
Var bókin spennandi? Já, hún var dálítið spennandi .
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Nei ekkert endilega, ég er ekkert að tala um bækur við vini mína. Við leikum okkur bara.
Viltu segja eitthvað meira um bókina? Nei nei ekkert meira.
Lastu fleiri bækur síðastliðna viku: já, áður en ég fór í frí en ekki þegar ég var í fríinu.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og skila inn miða í sumarlestur Bókasafns Garðabæjar? Já.
Við óskum Banuka til hamingju. Lestrarhestur vikunnar er dreginn út hvern föstudag í sumar. Sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð á Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 18. ágúst kl. 11:00. Lesum saman í sumar.
Til baka
English
Hafðu samband