Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar - Lestrarhestur vikunnar 6. til 12. ágúst er Helga María Guðjónsdóttir

17.08.2016
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar  - Lestrarhestur vikunnar 6. til 12. ágúst er Helga María GuðjónsdóttirHelga María Guðjónsdóttir var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar vikuna 6. ágúst til 12. ágúst. Hún las bókia Fía sól í fínum málum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og fékk í verðlaun bókina Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason. Að venju spurðum við lestrarhestinn okkar nokkurra spurninga.
Hvernig fannst þér bókin? Mjög skemmtileg og fyndin.
Var bókin spennandi? Veit það ekki en mér fannst hún mjög góð.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Já.
Lastu fleiri bækur síðastliðna viku? Já, mjög margar bækur, Strákurinn í kjólnum, Amma glæpon og Grimmi tannlæknirinn og núna er ég að lesa Rottuborgarann.
Við óskum Helgu Maríu til hamingju. Sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð á Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 18. ágúst kl. 11:00. Þá verður síðasti lestrarhestur vikunnar dreginn út og allir virkir þátttakendur fá glaðning.
Til baka
English
Hafðu samband