Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður mánaðarins í október er Hrafnhildur Gísladóttir

03.10.2016
Listamaður mánaðarins í október er Hrafnhildur Gísladóttir

Hrafnhildur er listamaður októbermánaðar á bókasafninu Garðatorgi. Sýningin stendur yfir út mánuðinn og eru verkin til sýnis á fyrstu hæð. 

Hrafnhildur er búin að stunda málaralist af miklu kappi. Hún stundaði nám í myndlist við Handíða- og myndlistaskólanum og tók nokkur námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún sótti einnig málaranámskeið hjá Soffíu Sæmundsdóttir, Þorgrími Andra Einarssyni, og Þuríði Sigurðardóttur auk netnamskeiða. Faðir Hrafnhildar er Gísli Sigurðsson listmálari (ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins) og á hún því ekki langt að sækja listagenið, en hún lærði einnig mikið af honum. Hrafnhildur er einnig "útstillingahönnuður" sem er tveggja ára nám, menntuð frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og tækniteiknarapróf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hrafnhildur er með vinnustofu að Engihjalla 17.
Listamaður nóvembermánaðar verður Guðlaugur Arason.

Til baka
English
Hafðu samband