Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævar vísindamaður kemur laugardaginn 7. janúar klukkan 13:00

16.12.2016
Ævar vísindamaður kemur laugardaginn 7. janúar klukkan 13:00 Búið að vera gaman saman á Bókasafni Garðabæjar
Bókaspjall fór fram 24. nóvember sl. í bókasafninu en þá spjölluðu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson og Ásdís Halla Bragadóttir um nýútkomnar bækur sínar undir stjórn Auðar Aðalsteinsdóttur bókmenntafræðings. Mættu ríflega 40 gestir á þetta fyrsta bókaspjall bókasafnsins og mun það verða árlegur viðburður í nóvember.
Stoppleikhópurinn flutti barnaleikritið Jólin hennar Jóru laugardaginn 3. desember i tengslum við jólahátíðina Ljósin tendruð sem fer fram ár hvert á Garðatorgi. Gestkvæmt var á bókasafninu þann dag og góð stemning.
Að venju er jólaföndur á laugardögum á bókasafninu. Fólk getur komið við í barnadeildinni og föndrað, búið til jólakort og litað jólasveinamyndir.
Lestur er bestur - Ævar vísindamaður mun lesa á bókasafninu 7. janúar
Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, mun koma laugardaginn 7. janúar klukkan 13:00 og lesa upp úr nýrri bók Þín eigin hrollvekja.Tilvalið að koma á bókasafnið með krakkana og leyfa þeim að hlusta á þennan bókelska rithöfund lesa upp og smita þá af áhuga á að taka sér bók í hönd eða lesbretti og lesa bók við hæfi. Eins og við vitum öll er nauðsynlegt að æfa lestur alla ævi. Nú á tímum þar sem lesskilningur er á undanhaldi er mikilvægt að taka höndum saman og hvetja ungmenni til að lesa og gera þeim grein fyrir hve miklu máli það skiptir. Allar rannsóknir sýna fram á það að þeir sem eru duglegir að lesa eru mun líklegri til að búa yfir góðum lesskilningi og kunnáttu til að vinna upplýsingar úr texta. Það auðveldar svo allt nám sem eykur líkur á betri framtíð.
Til baka
English
Hafðu samband