Listamaður aprílmánaðar er Björg Júlíana Árnadóttir
03.04.2017
Björg Júlíana Árnadóttir stundaði nám í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs frá árinu 2008 til 2010 og einnig árið 2015. Þar naut hún leiðsagnar myndlistarkennaranna Önnu Gunnlaugsdóttur, Hlífar Axelsdóttur og Söru Vilbergs. Jafnframt stundaði hún nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði á lista- og hönnunarbraut. Á árunum 2010 og 2011 voru listakonurnar Þuríður Sigurðardóttir og Soffía Sæmundsdóttir hennar aðalkennarar. Á þeim tíma og fram til ársins 2014 starfaði Björg Júlíana með hópi kvenna sem allar höfðu verið nemendur í Myndlistarskóla Kópavogs og kallaði sig Art8 og höfðu vinnustofu á Garðatorgi. Pappamassinn hefur einnig verið henni hugleikinn og á sýningunni má sjá nokkur pappamassaverk hennar.
Björg Júlíana hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í samsýningum með Gróskufélögum.
Í dag er hún með vinnustofu sína heima og notar mest veraldarvefinn og Youtube til að læra en einnig styttri námskeið þegar færi gefst