Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jazzhátíð í Garðabæ – þema á safni

17.04.2017
Jazzhátíð í Garðabæ – þema á safni

Komið á bókasafnið og finnið…Jazz, þema vikunnar og rit eftir Sigurð Á. Magnússon.

Þema vikunnar í Bókasafni Garðabæjar tímabilið 19.4 til 16.5 2017 er valdar smásögur frumútgefnar á 21. öldinni og eru eftir karlhöfunda.

Okkur langar að vekja athygli á bókum eftir Sigurð Á. Magnússon rithöfund, blaðamann og leiðsögumann. Hann lést nýverið. Eftir Sigurð liggur fjöldi rita. Skáldsögur, ferðasögur, ljóð, leikrit, ævisögur, greinasöfn og fræðslurit, auk rita á ensku og bóka sem hann þýddi á íslensku úr dönsku, ensku, grísku og þýsku. Hann fékk verðlaun og viðurkenningar fyrir fyrsta bindi skáldlegrar sjálfsævisögu sinnar, Undir kalstjörnu, sem kom út 1979 (mbl.is).
Hann var formaður Rithöfundasambands Íslands um árabil.

Til baka
English
Hafðu samband