Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögustund á náttfötunum í Álftanessafni 26/4 kl. 19-20

18.04.2017
Sögustund á náttfötunum í Álftanessafni  26/4 kl. 19-20Sögustund á náttfötunum
Miðvikudaginn 26. apríl nk. kl. 19-20 verður sögustund á náttfötunum á Álftanessafni. Þá geta krakkar á aldrinum tveggja til níu ára mætt á náttfötunum með uppáhaldstuskudýrið sitt og átt notalega stund þar sem lesnar verða tvær til þrjár sögur fyrir háttinn. Gott er að skrá sig til þátttöku í síma safnsins: 540-4720 eða með tölvupósti alftanessafn@gardabaer.is. Rannsóknir hafa sýnt að lestur fyrir börn, auki lestraráhuga þeirra og orðaforði og lesskilningur eykst. Bókasöfn eru mikilvægur vettvangur þegar kemur að lestri barna og ungmenna. Þar er hægt að nálgast lesefni fyrir börn þeim að kostnaðarlausu. Á Álftanessafni er mottóið Lestur er bestur.
Álftanessafn er samsteypusafn með skólasafni Álftanesskóla og er staðsett í sama húsnæði. Gengið er inn frá Eyvindarstaðavegi. Bókasafnskort eru frí fyrir börn yngri en 18 ára og gilda þau jafnframt á Garðatorgi, í Kópavogi og Hafnarfirði. Opið er kl. 16-19 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, á miðvikudögum kl. 16-21 og á föstudögum kl. 16-18. Safnið býður upp á lesefni fyrir alla aldurshópa og ættu allir að geta fundið eitthvað að lesa við sitt hæfi. Safnið er með Facebook síðu sem gott er að fylgja til að fá fréttir af viðburðum og nýju efni - Bókasafn Garðabæjar, Álftanessafn

Til baka
English
Hafðu samband