Söguganga og Wapp kynning á safni mánudaginn 29. maí, hefst kl. 17:30
Kl. 17:30 Kynning á Wapp gönguleiðsagnarappinu verður haldin í bókasafninu á Garðatorgi þar sem útskýrt verður hvernig hægt er að nota appið í símanum og sagt frá gönguleiðum í appinu. Wapp hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi.
Kl. 18:15 Að lokinni kynningu verður haldið í gönguferð um ,,Hraunstíginn“ sem er í appinu. Sögugangan liggur fram hjá íbúðargötum út í hraunið og í átt að byggðinni við Urriðaholt. Því næst er farið í átt að Vífilsstaðahlíð og upp að Vífilstaðavatni og þaðan að nýjum göngustíg sunnan við Vífilstaði og þaðan aftur á safnið. Gangan tekur um eina og hálfa klst og leiðina er að finna á Wapp-inu í boði Garðabæjar. Einar Skúlason aðstandandi Wapp kynnir og fer með leiðsögn.
Allir velkomnir
Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar.
Nánari upplýsingar á bokasafn.gardabaer.is