Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður júnímánaðar er Ósk Laufdal og er með sýningaropnun föstudaginn 2. júní kl. 18. Allir velkomnir.

01.06.2017
Listamaður júnímánaðar er Ósk Laufdal og er með sýningaropnun föstudaginn 2. júní kl. 18. Allir velkomnir.Listamaður júnímánaðar á Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku er
Ósk Laufdal sem opnar sýninguna formlega föstudaginn 2. júní kl 18:00 og eru allir velkomnir.
Sýningin stendur svo yfir allan júnímánuðinn.
Ósk byrjar að mála með olíu 2014 og fékk grunnþjálfun á námskeiði hjá Þuríði Sigurðardóttur .
Alla tíð hefur Ósk unnið við ýmiskonar föndur og handverk í frítíma sínum utan aðalstarf.
Ósk er einnig áhugaljósmyndari og var boðið að sýna á alþjóðasýningu ljósmyndara í Víetnam fyrir nokkrum árum og er eini Íslendingurinn sem var með ljósmyndir á sýningunni.
Ósk hefur samið tvær ljóðabækur og gefið út þrjár barnabækur sem fjalla allar um ísbirni og hefur hún einnig myndskreytt allar bækurnar sem fóru á sýningu myndskreyta í Gerðubergi.
Ósk hefur haldið nokkrar samsýningar og einnig einkasýningar á kaffihúsum og í versluninni Kirsuberjatréð.
Fríkirkjan úr frauðplasti hefur vakið eftirtekt sem hún hannaði 2014 og er hægt að skoða myndir af frauðplastkirkjunni á síðunni „ Art & Painting Ósk Laufdal „
Jónsmessugleði Grósku 2017 verður við Sjálandsstönd í Garðabæ 22. Júní þar sem Ósk og fjöldi annara listamenn sýna verk sín eftir strandlengjunni og er þetta árlegur og einstök menningarupplifun í Garðabæ.

Til baka
English
Hafðu samband