Birna Grímsdóttir er lestrarhestur vikunnar í sumarlestri bókasafnsins
08.06.2017
Fyrsti lestrarhesturinn í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar var dreginn út 2. júní og var það Birna Grímsdóttir 7 ára. Nafn Birnu var dregið út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar föstudaginn 2. júní. Hún las bókina Skrímslapest eftir Áslaugu Jónsdóttur og fékk í verðlaun bókina Atlasinn minn : undur veraldar.
Við spurðum lestrarhestinn okkar nokkurra spurninga.
Hvernig fannst þér bókin? Mér fannst hún skemmtileg
Var bókin spennandi? Já svolítið og líka svolítið sorgleg.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Ég veit ekki, ég er ekkert að tala um bækurnar sem ég les.
Lastu fleiri bækur síðastliðna viku? Já fleiri Skrímslabækur og líka bókina Ég vil fisk.
Finnst þér fiskur góður? Já, já.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og skila inn miða í bókapott Bókasafns Garðabæjar? Já ég ætla að vera með áfram.
Við óskum Birnu Grímsdóttur til hamingju. Lestrarhestur vikunnar er dreginn út hvern föstudag í sumar. Sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð á Bókasafni Garðabæjar föstudaginn 8. september klukkan 16.