Lestrarhestur vikunnar 1. – 7. júlí á Bókasafni Garðabæjar er Viktoría Röfn Hafþórsdóttir
10.07.2017
Viktoría Röfn Hafþórsdóttir 7 ára var dregin út sem lestrarhestur vikunnar 1. – 7. júlí. Hún er í Álftanesskóla og finnst mjög gaman að lesa. Hún las margar bækur í síðustu viku og eru bækurnar um Binnu B. Bjarna í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Umsögnin hennar sem var dregin úr lukkukassanum fjallaði um bókina Tumi þvær sér eftir Gunilla Wolde. Viktoríu Röfn fannst hún fyndin, falleg og skemmtileg og teiknaði fína mynd á umsagnarblaðið sitt. Þegar hún fer í ferðalög í sumar ætlar hún svo sannarlega að hafa með sér bækur til að lesa og halda áfram að taka þátt í sumarlestrinum. Starfsfólk bókasafnsins óskar þessari flottu stelpu innilega til hamingju.