Jón Þór Lárusson er lestrarhestur vikunnar 12-18. ágúst
Jón Þór Lárusson er lestrarhestur vikunnar 12.-18.ágúst í sumarlestrarátaki Bókasafns Garðabæjar. Jón Þór er 8 ára nemandi í Flataskóla og er mjög duglegur að lesa. Honum finnst margar bækur skemmtilegar en hefur sérstaklega gaman af bókum um risaeðlur.
Umsögnin hans fjallaði um bókina Dagur risabani eftir Budge Wilson sem er 58 blaðsíður. Honum fannst sagan spennandi og bæði fyndin og sorgleg. Hann teiknaði flotta mynd með umsögninni. Hann er búinn að vera virkur þátttakandi í sumarlestrinum í sumar og einnig í fyrra en þá var hann einnig dreginn út sem lestrarhestur! Næsta föstudag verður síðasti lestrarhestur sumarlestursins valinn en 8. september verður haldin lífleg uppskeruhátíð þar sem allir þátttakendur fá glaðning fyrir lestrardugnaðinn. Bókasafnið óskar Jón Þór innilega til hamingju.