Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð sumarlesturs á Bókasafnsdeginum 8. september kl.16 - húllum saman

30.08.2017
Uppskeruhátíð sumarlesturs á Bókasafnsdeginum 8. september kl.16 - húllum samanUppskeruhátíð sumarlesturs á Bókasafnsdeginum 8. september kl.16
Fögnum lestrardugnaði þátttakenda í Sumarlestri bókasafnsins.
Allir sem hafa verið virkir í lestrinum fá glaðning, þrír heppnir verða dregnir úr lukkupottinum, veitingar og fjör !
Húlladúllan Unnur María Máney mætir á hátíðina með húllahringina sína! Húlladúllan mun slá upp stuttri húllasýningu þar sem hún sýnir hversu fjölbreytt og skemmtilegt húllahoppið er og býður viðstöddum í kjölfarið í húllafjör! Það geta allir húllað með
leiðbeiningum frá Húlladúllunni og hún er með hringi af öllum stærðum og gerðum! Komdu og sveiflaðu þér í gott skap með Húlladúllunni!
Vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi kl.15 í bókasafninu Garðatorgi og kl.16 í Álftanessafni í tilefni af Bókasafnsdeginum.
Verið velkomin.
Til baka
English
Hafðu samband