Bókasafnsdagurinn föstudaginn 8. september
Til hamingju með Bókasafnsdaginn! Dagurinn er hátíðisdagur bókasafna og starfsmanna þeirra um allt land. í ár er dagurinn tileinkaður lýðræði og hlutverki bókasafna í lýðræðissamfélögum.
Dagskrá dagsins.
Kl. 15 vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi hefst - allir velkomnir
Kl. 16 Uppskeruhátið Sumarlesturs 2017 - allir þátttakendur í sumarlestursátaki Bókasafns Garðabæjar fá glaðning og þrír heppnir sérstök verðlaun. Súkkulaðikaka og kaffi/vatn í boði.
Kl. 16 Streymi frá Amtsbókasafninu á Akureyri þar sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri flytur erindið Lestur er bestur – fyrir lýðræðið: Eru fjölmiðlar í raun upplýsingakerfi lýðræðisins?
Kl. 16:15 Húlladúllan stígur á stokk. Sýnir listir svo fá allir að húlla.
Gleðin mun standa til klukkan 18. Bókasafnð lokar klukkan 19.