Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaleikrit, Birgitta Haukdal og Ævar Þór Benediktsson á Garðatorgi

27.11.2017
Jólaleikrit, Birgitta Haukdal og Ævar Þór Benediktsson á Garðatorgi

2. desember kl. 14:30 Leikhópurinn á Senunni sýnir farandútgáfu af barna- og fjölskyldusýningunni Ævintýrið um Augasteini á aðventunni í Bókasafni Garðabæjar annari hæð. Leikritið er jólaævintýri fyrir börn á aldrinum 2ja-12 ára og tekur um 40 mínútur í flutningi. Einn leikari, 14 brúður og Grýla. Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið.
9. desember kl. 12:00 Birgitta Haukdal barnabókarithöfundur les upp úr nýjum Láru-bókum. Bækurnar heita Jól með Láru og Lára fer í sund. Sögustundin er ætluð fyrir 3ja til 7 ára börn. 
16. desember kl. 13:00 Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kemur til okkar í bókasafnið og les upp úr nýjustu bókinni sinni Þitt eigið ævintýri.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og kostar ekkert.
Lítið við í bókasafnið á Garðatorgi. Nýjar bækur berast jafn óðum inn. Fullt hús bóka. Allir velkomnir í sitt eigið bókasafn til að eiga góða stund og sækja viðburði við hæfi.

Til baka
English
Hafðu samband