Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreytileikinn í garðinum laugardaginn 7.apríl klukkan 13

03.04.2018
Fjölbreytileikinn í garðinum laugardaginn 7.apríl klukkan 13Fjölbreytt og litríkt umhverfi

Senn gengur vorið í garð og þá fara garðeigendur að einhverju marki að huga garðverkunum.
Val á gróðri í heimilisgarðinn og sumarbústaðalandið reynist mörgum erfitt.
Laugardaginn 7. apríl kl. 13:00 ætlar Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur og fræðslu- og verkefnastjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands að huga að ýmsum áhugaverðum tegundum trjá, runna og fjölæringa sem henta vel til að skapa litríkt og fjölbreytt umhverfi.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Ókeypis aðgangur.
Til baka
English
Hafðu samband