Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður aprílmánaðar í Bókasafni Garðabæjar er Vigdís Bjarnadóttir

06.04.2018
Listamaður aprílmánaðar í Bókasafni Garðabæjar er Vigdís Bjarnadóttir

Listamaður aprílmánaðar í Bókasafni Garðabæjar er Vigdís Bjarnadóttir


Listamaður aprílmánaðar í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku er Vigdís Bjarnadóttir. Vigdís hefur haldið tíu einkasýningar og fjöldann allan af samsýningum.
Vigdís rekur ásamt 13 öðrum listakonum, listagalleríið ART67, á Laugavegi 61, Reykjavík. Vinnustofa hennar er í Hrísmóum, Garðabæ.
Vigdís hefur sótt námskeið í Myndlistaskóla Reykavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs ásamt fjölda námskeiða hjá hinum ýmsu listamönnum og síðast nokkur Masterclass námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.

Sækir innblástur í hverasvæði – Deildatunguhver

Í samtali við Vigdísi kom fram að hún sækir innblástur til náttúrunnar. Vigdís segir „Á ferðum mínum um Ísland sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn kem ég oft við á hverasvæðum, sem heilla mig sérstaklega mikið. Má þar nefna Hverarönd í Námaskarði, Seltún við Krísuvík, Geysissvæðið og svo Deildartunguhver.
Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, þarna gusast upp um 80 lítrar á sekúndu af 100°C heitu vatni, sem er svo nýtt í Borgarfirðinum á margan hátt, mikið til ylræktar og er m. a. leitt til húshitunar í Borgarnesi og á Akranesi.
Litaflóran í náttúrunni á þessum svæðum er hreint út sagt ótrúleg. Ég hef reynt að koma þessari litadýrð á striga í þessum tveimur verkum, þar sem ég nálgast viðfangsefnið á afar mismunandi hátt.“
Sýningin stendur yfir út apríl og eru allir velkomnir á Garðatorg 7.

Til baka
English
Hafðu samband