Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið fyrir hund, afmæliskaffi og falsfréttir

14.04.2018
Lesið fyrir hund, afmæliskaffi og falsfréttir

Laugardaginn 28. apríl á milli klukkan 11:30 og 12:30 mega krakkar lesa fyrir hund á bókasafninu - þarf að panta tíma. 


Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi býður krökkum að heimsækja safnið og lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á upplestur. Mega koma með eigin bók eða finna sér bók á safninu. Allir krakkar og forráðamenn velkomnir en takmarkaður fjöldi kemst að. Skráning er í netfangið bokasafn@gardabaer.is, í síma 5258550 eða í afgreiðslu bókasafnsins.

Bókasafnið í 20 ár á Garðatorgi 7, 7.maí

Bókasafn Garðabæjar var rekið sama húsnæði og í samstarfi við skólasafn frá 18.desember 1968 til 7.maí 1998. Þann dag opnaði bókasafnið á torginu. Af því tilefni munum við gera okkur dagamun og bjóða upp á afmæliskaffi og ókeypis bókasafnsskírteini fyrir þá sem eru fæddir árið 1998. 

Samskiptamiðlar og falsfréttir - fræðsla miðvikudaginn 9. maí klukkan 17:30

Mikil umræða er um villandi rangar upplýsingar í samfélagsmiðlum og víðar. Rangar og mis¬vísandi fréttir ferð¬ast hrað¬ar, fara víðar og hafa meiri áhrif í sam¬fé¬lags¬miðlum en fréttir sem stand¬ast fag-legar kröf¬ur. Um þetta verður rætt í erindinu : Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis? Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar ætlar að halda erindið á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, miðvikudaginn 9. maí klukkan 17:30.
Til baka
English
Hafðu samband