Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður maímánaðar er Björg Atla - verið velkomin á listasýninguna

08.05.2018
Listamaður maímánaðar er Björg Atla - verið velkomin á listasýninguna

Myndlistasýning á bókasafninu - Björg Atla er listamaður maímánaðar

Björg Atla er listamaður maímánaðar í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku. Málverk Bjargar eru í ljóðrænum expressjónískum stíl og munu verða til sýnis í safninu út maí. Björg er einn af stofnendum myndlistafélagsins Grósku í Garðabæ. Björg verður með móttöku þriðjudaginn 15.maí á milli klukkan 17 og 19. Allir eru velkomnir í bókasafnið við Garðatorg 7.
Björg Atla ( Atladóttir) er fædd í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands (MHÍ) 1982. Hún kenndi olíumálun á námskeiðum við Myndlistaskólann í Reykjavík 1982 -1987.
Björg hefur verið með eigin vinnustofu frá 1985, nú á Garðatorgi 2. Hún hefur haldið margar einkasýningar frá 1983, þær síðustu í Kirsuberjatrénu og í anddyri Breiðholtskirkju sumarið 2013. Björg hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Hún er í Fím, félagi íslenskra myndlistamanna og Símm Sambandi íslenskra myndlistamanna og hefur dvalið í vinnustofum á vegum Sím, í Róm 1989 og Berlín 2012. Björg hefur tekið þátt í “Degi myndlistar “ á Stór-Reykjavíkursvæðinu á vegum Sím, en á þeim degi opna myndlistamenn öllum áhugasömum vinnustofur sínar.
Björg Atla útkrifaðist frá Tækniskóla Íslands 1970 sem lífeindafræðingur og starfaði lengst af á rannsóknastofum LSH, þar til hún hóf nám í Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1979. Hún útskrifaðist úr málaradeild 1982 og hlaut þá verðlaun Svövu Finsen ásamt þremur öðrum. Björg hefur starfað sem myndlistamaður frá útskrift úr MHÍ.
Nánar um Björgu Atla á vef Sím.
http://umm.is/UMMIS/listamenn/listamaður/206

Til baka
English
Hafðu samband