Ása Sólveig Finnsdóttir er lestrarhestur vikunnar 30.júní til 6.júlí
06.07.2018
Ása Sólveig Finnsdóttir Thorlacius var dregin út sem Lestrarhestur vikunnar 30.júní – 6.júlí í sumarlestrarátaki Bókasafns Garðabæjar. Hún er 7.ára nemandi í Flataskóla og er mjög dugleg að lesa, næstum búin að fylla út heila lestrardagbók, líkt og 9.ára systir hennar Auður Krista. Umsagnarmiðinn sem Ása Sólveig skilaði í lukkukassann fjallaði um bókina Rut á afmæli. Henni fannst bókin vera skemmtileg og spennandi og teiknaði flotta mynd af persónunum Rut og Dóru á miðann sinn. Systurnar hlakka mikið til að fara í frí seinna í sumar með fjölskyldunni og munu að sjálfssögðu hafa með sér bækur til að lesa á ferðalaginu því þær ætla sko að taka þátt í sumarlestrinum í allt sumar! Ása Sólveig fékk bókina Ísland á HM eftir Gunnar Helgason í verðlaun og óskum við henni innilega til hamingju.