Alexandra Júlía Kristinsdóttir er lestrarhestur vikunnar 7. til 13. júlí
16.07.2018
Alexandra Júlía Kristinsdóttir er lestrarhestur vikunnar í sumarlestrarátaki Bókasafns Garðabæjar. Hún er níu ára nemandi í Flataskóla. Hún las bókina Karnivalía eftir Braga Valdimar Skúlason og fannst hún mjög fyndin. Alexöndru finnst gaman að lesa alls kyns bækur, sérstaklega þær sem eru svolítið spennandi og ætlar að taka þátt í sumarlestrinum í allt sumar. Henni finnst mjög skemmtilegt að koma á bókasafnið og er dugleg að lesa fyrir yngri bræður sína. Alexandra ætlar einnig að vera með í Söguboltanum en það er frábær nýr lestrarleikur á vegum Menntamálastofnunar. Hægt er að nálgast þátttökuseðla á bókasafninu og í lok sumars fá 23 þátttakendur glæsilega vinninga frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Alexandra fékk bókina Ísland á HM eftir Gunnar Helgason og óskum við henni innilega til hamingju.