Vídalínspostilla á 300 ára útgáfuafmæli - Gunnar Kristjánsson heldur erindi
Erindi af tilefni 300 ára afmælis Vídalínspostillu klukkan 18
Vídalínsvika verður haldin hátíðleg í Garðabæ dagana 16. - 22. nóvember nk. Af því tilefni mun séra Gunnar Kristjánsson flytja erindi á Bókasafni Garðabæjar fimmtudagskvöldið 15. nóvember klukkan 18 (um boðun hins milda Vídalíns á hörmungatímum) Á sama tíma verður hægt að skoða ýmsar útgáfur Vídalínspostillu sem eru í eigu safnsins.
Jón Vídalín ritaði Vídalínspostillu fyrir 300 árum og var hún mest lesna bókin í tvær aldir. Jón Vídalín var biskup í Skálholti, mikill lærdómsmaður, kennimaður og látínuskáld.
Erindið - rödd Vídalíns verður rödd réttlætisins á þessum erfiðu tímum, hann boðar réttlæti á tímum yfirgangs og ójafnaðar en ekki síður mannúð og mildi.
Í erindinu verður fjallað um hlutverk meistara Vídalíns á erfiðum tímum í íslensku þjóðlífi. Jón Vídalín fæddist í Görðum á Álftanesi og var síðar prestur þar um skeið. Þekktastur er hann fyrir postilluna sem við hann er kennd. Hún kom út í tvennu lagi skömmu eftir að stóra-bóla hafði lagt um þriðjung þjóðarinnar í gröfina. Í kjölfar þeirra hörmunga urðu miklar eignatilfærslur þar sem réttlæti og sanngirni var ekki alltaf í hávegum haft eins og heimildir eru til vitnis um. Rödd Vídalíns verður rödd réttlætisins á þessum erfiðu tímum, hann boðar réttlæti á tímum yfirgangs og ójafnaðar en ekki síður mannúð og mildi. Vídalínspostilla (f.hl. og s.hl.) kom út fyrir réttum þrem öldum (1718-1719) og var lengi í hávegum höfð, bæði vegna boðskaparins sem þar er að finna og þeirra yfirburða sem Vídalín sýndi sem rithöfundur, hvort tveggja var mikils metið á íslenskum heimilum löngu eftir daga Vídalíns