Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Klausturhald á Íslandi með dr. Steinunni Kristjánsdóttur þriðjudaginn 29.janúar kl. 18

25.01.2019
Klausturhald á Íslandi með dr. Steinunni Kristjánsdóttur þriðjudaginn 29.janúar kl. 18

Þriðjudaginn 29. janúar kl.18:00 mun fornleifafræðingurinn dr. Steinunn Kristjánsdóttir fjalla um rannsókn sína á klausturhaldi á Íslandi

Steinunn hefur um árabil unnið að rannsóknum á klausturhaldi á Íslandi meðal annars við Skriðu á Fljótdalshéraði. Mörg klaustur voru á Íslandi fram til siðaskipta árið 1550. Þá voru klaustrin lögð af og eignir þeirra gerðar upptækar. Gefnar hafa verið út þrjár bækur um rannsóknarverkefni Steinunnar: Sagan af klaustrinu á Skriðu, Bláklædda konan : ný rannsókn á fornu kumli og Leitin að klaustrunum : klausturhald í fimm aldir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Til baka
English
Hafðu samband