Safnanótt 8.febrúar á bókasafninu Garðatorgi 7 - opið til kl. 23
Safnanótt - Jón Jónsson tónlistarmaður, erindið Geðveikar húsmæður, spákona, axlanudd, rytmadeild með jazz o.fl., skólakór og ratleikur
Bókasafn Garðabæjar tekur þátt í Safnanótt þann 8.febrúar. Safnanótt er hluti af Vetrarhátið sem fer fram á höfuðborgarsvæðinu í febrúar ár hvert. Bókasafn Garðabæjar er búið að vera með frá upphafi. Á Safnanótt er bókasafnið á Garðatorgi opið frá kl. 9 til 23. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla er um kvöldið. Ratleikur bókasafnsins á Safnanótt. Leiðin liggur meðal annars inn í draugalegan helli á bókasafninu.
Kl. 18:00 stutt leiðsögn um bókasafnið
Kl. 18:30 Skólakór Sjálandsskóla tekur nokkur lög undir stjórn Ólafs Schram
Kl. 19:30-21:30 Axlanudd fyrir gesti, tímapantanir samdægurs eftir kl. 18:00
Kl. 20:00 Geðveikar húsmæður, erindi heldur Harpa Rún Kristjánsdóttir
Kl. 20:00-22:00 Hrönn spáir í spilin, tímapantanir samdægurs eftir kl. 18:00
Kl. 20:30 Nemendur í rytmadeild Tónlistarskóla Garðabæjar spila jazz standarda og fleiri perlur
Kl. 21:30 Jón Jónsson tónlistarmaður spilar og syngur
Dregið verður á klukkutíma fresti á milli kl. 20- 22 í afgreiðslu bókasafnsins úr innsendum lausnum í ratleik.