Kryddjurtir með Auði Rafnsdóttur - erindi á bókasafninu Garðatorgi 7
08.04.2019
Viltu rækta þínar eigin kryddjurtir
Viltu rækta þínar eigin kryddjurtir, elda úr þeim, útbúa kryddolíur og mauk eða ilmolíur og sápur? Auður Rafnsdóttir er enginn nýgræðingur í ræktun kryddjurta. Auður heldur úti vinsælli síðu tileinkaðri kryddjurtum á Facebook, "Áhugafólk um kryddjurtaræktun" . Auður gaf út bókina "Kryddjurtarækt fyrir byrjendur" sem gefur einföld ráð við ræktun vinsælla matjurta, meðferð, umhirðu og notkun í matseld. Auður ætlar að halda erindi um kryddjurtir á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 9.apríl klukkan 18. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.