Námskeið 11. til 14.júní - Rit- og teiknismiðja - skráningu lýkur í dag 7.júní
Skráning þátttöku í rit- og teiknismiðju lýkur 7.júní. Ragnheiður Gestsdóttir leiðbeinir á bókasafninu Garðatorgi 7
Við bjóðum upp á biðlista eftir að skráningu lýkur ef þess er óskað. Sendið nafn barns, áldur, símanúmer og tölvupóst forráðamanns á netfang bókasafnsins, bokasafn@gardabaer.is.
Bókasafn Garðabæjar býður ókeypis sumarnámskeið í skapandi skrifum dagana 11. - 14. júní kl. 10-12 fyrir 9-12 ára börn. Börnin geta mætt um leið og bókasafnið opnar kl. 9. Allir eru velkomnir, sama hvar þeir eru staddir í ritfærni. Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður leiðbeinir börnunum við sögugerð og myndskreytingar. Föstudaginn 14. júní er aðstandendum boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar. Skráning fer fram hér: skráningarform , í síma 591 4550 eða með tölvupósti í bokasafn@gardabaer.is. Við þurfum nafn barnsins, aldur, símanúmer, nafn og netfang forráðamanns.