Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Thomas Fleckenstein sýnir ljósmyndir á Bókasafni Garðabæjar í júní

19.06.2019
Thomas Fleckenstein sýnir ljósmyndir á Bókasafni Garðabæjar í júní

Ljósmyndasýning á Bókasafni Garðabæjar í júní

Listamaður júnímánaðar í samstarfi Bókasafns Garðbæjar og Grósku er Thomas Fleckenstein, ljósmyndari. Ljósmyndasýningin er jafnframt sölusýning og mun standa út júní og er öllum opin á afgreiðslutíma bókasafnsins.

Hver er Thomas Fleckenstein

Thomas Fleckenstein er fæddur árið 1965 í Þýskalandi. Hann flutti til Íslands fyrir rúmum tuttugu árum og hefur búið í Garðabæ mestallan tímann, eða frá árinu 1998. Thomas starfar sem sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Reiknistofu bankanna og er ljósmyndun hans helsta áhugamál.
Thomas er giftur Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, jógakennara og verkefnastjóra hjá Landssamtökum lífeyrissjóða og eiga þau tvö börn, Maríu Lísu, 21. árs nemanda í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og Björn, 19 ára, nemanda í rafeindavirkjun við Tækniskóla Íslands.
Thomas sérhæfir sig í abstrakt og mínímalískri ljósmyndun. Hann hefur haldið nokkrar sýningar á myndum sínum og þær hafa birst í erlendum tímaritum.
Sýningin samanstendur af abstrakt og mínímalískum ljósmyndum.
Heimasíða Thomasar er: www.thomasfleckenstein.com.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og panta myndir á netfanginu thomasj@simnet.is.

Sýningar

2019 Hormónajóga – Myndskreyting í bókinni Hormóajóga – leið til að endurvekja hormónabúskap þinn
2019 Davis Orton Gallery - "LandEscapes" Samsýning í New York
2019 Bretland / Tímaritið “LEMAG - Long Exposure Photography Magazine” – Umfjöllun
2018 Bretland / Tímaritið “On Landscape” - Umfjöllun
2018 Ísland / Baer Art Center - Residency
2017 Ísland / Gallery Art67 - "Abstract Nature" Einkasýning
2016 Ísland / Ljósmyndaworkshop með Ragnari Axelssyni (RAX) og Einari Fal Ingólfssyni
2015 Bretland / Landslagsljósmyndun með Marc Elliott

Til baka
English
Hafðu samband