Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð Sumarlesturs - Bergrún Íris og ofurhetjur

12.08.2019
Uppskeruhátíð Sumarlesturs - Bergrún Íris og ofurhetjur Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar verður haldin laugardaginn 7.september. Ofurhetjuþema!
Kl.12 les Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndskreytir les úr nýrri bók, Kennarinn sem hvarf og segir frá öðrum verkum.
Þar á eftir verða þrír lestrarhestar dregnir úr umsagnarmiðunum í lukkukassanum sem fá bók í verðlaun. Allir sem sýna lestrardagbókina sína.fá glaðning.
Hægt að kríta og sippa á torginu. Góðgæti í boði.
Allir eru hvattir til að mæta í ofurhetjubúning því krakkar sem lesa eru svo miklir meistarar! Ofurhetjur bókasafnsins verða á sveimi, afhenda glaðninga og bjóða uppá myndatöku með sér!
Lestur er minn ofurkraftur!
Allir duglegu sumarlestrarkrakkarnir ásamt fjölskyldum eru hjartanlega velkomnir. Öðrum er einnig frjálst að gleðjast með okkur á hátíðinni.
Til baka
English
Hafðu samband