Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þegar kona brotnar - mánudaginn 9.september klukkan 18

14.08.2019
Þegar kona brotnar - mánudaginn 9.september klukkan 18

Sirrý Arnardóttir kynnir og ræðir um efni bókarinnar Þegar kona brotnar

Íslenskar konur virðast geta axlað mikla ábyrgð og þolað mikið álag – en hvað gerist ef áreynslan verður þeim um megn? Sirrý ætlar að fræða okkur um það mánudaginn 9.september klukkan 18. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og kostar ekkert. Sirrý Arnardóttir hefur fengist við fjölmiðlun af öllu tagi í mörg ár, auk þess að kenna við háskóla, hefur haldið fjölda námskeiða og skrifað bækur um hvernig hægt er að auka lífsgæði sín og ná góðum árangri. Hún gaf út bókina Þegar kona brotnar í samvinnu við VIRK – starfsendurhæfingarsjóð.

Til baka
English
Hafðu samband