Orri óstöðvandi: hefnd glæponanna - Lesið fyrir hund laugardaginn 12.október
Orri óstöðvandi laugardaginn 12.október klukkan 13 og Lesið fyrir hund klukkan 10.30
Bjarni Fritzson höfundur les upp úr og spjallar um nýja bók um Orra óstöðvandi í fjölskyldustund laugardaginn 12. október. Bókin heitir Orri óstöðvandi: hefnd glæponanna. Orri er ellefu ára strákur sem segir frá „besta ári lífs síns“ í fyrstu persónu frásögn. Hann stundar íþróttir af krafti og er vinsæll. Besta vinkona hans er Magga Messi, sem er fáránlega góð í fótbolta. Þegar mikið liggur við setur Orri sig í stellingar og virkjar þá hliðarsjálf sitt sem er Orri óstöðvandi. Þess má þó geta að þótt Orri verði óstöðvandi breytist hann ekkert útlitslega, breytingin er öll að innan og á hugarfari hans.
Lesið fyrir hund - skráning nauðsynleg
Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi býður börnum að heimsækja safnið og lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á upplestur. Hægt er að koma með eigin bók eða velja sér bók í barnadeild safnsins. Öll grunnskólabörn og forráðamenn velkomnir en takmarkaður fjöldi kemst að. NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG MEÐ FYRIRVARA OG LÁTA VITA EINS FLJÓTT OG HÆGT ER EF AFBÓKA ÞARF TÍMANN. Skráning er í netfangið bokasafn@gardabaer.is, í afgreiðslu eða í síma 591 4550.