Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjörnu Sævar heldur erindi fimmtudaginn 7.nóvember klukkan 18

30.10.2019
Stjörnu Sævar heldur erindi fimmtudaginn 7.nóvember klukkan 18

Sævar Helgi Bragason - Fróðleg og skemmtileg fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál í stjarnfræðilegu samhengi

Hvað getum við gert til að gera framtíðina frábæra? Sem betur fer ótalmargt! Í erindinu verður fjallað um ýmis undur plánetunnar okkar – hafið, regnskóga og loftið – og áhrifin sem menn hafa á hana. Fróðleg og skemmtileg fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál í stjarnfræðilegu samhengi. - - - Sævar Helgi Bragason er stjörnufræðikennari og dagskrárgerðarmaður á RÚV. Hann var umsjónarmaður þáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? þar sem fjallað var um loftslagsmál í víðu samhengi. Sævar er einnig höfundur fjögurra bóka um geimvísindi og stjörnufræði. Þetta er síðasta erindi í erindaröð Bókasafns Garðabæjar og Umhverfisnefndar Garðabæjar um umhverfismál.

Til baka
English
Hafðu samband