Drauma-Jói og draumar í íslenskri alþýðutrú - erindi þriðjudaginn 12.nóvember klukkan 18
31.10.2019
Bjarni Bjarnason bæjarlistamaður Garðabæjar heldur erindi um Drauma Jóa þriðjudaginn 12.nóvember klukkan 18
Í erindinu fjallar Bjarni M. Bjarnason um Drauma-Jóa, sem bjó á Langanesi og talinn var berdreyminn: Fólk leitaði til hans þegar munir týndust, þegar fiskibátar eða strandferðaskip skiluðu sér ekki í höfn á réttum tíma, þegar það hafði ekki heyrt í ættingjum erlendis lengi, og þegar þjófnaður virtist hafa átt sér stað. Drauma-Jói var talinn geta greitt úr þessu og ýmsu öðru. Hann varð svo efni í fyrstu dulsálfræðitilrauninni hér á landi sem fyrsti Doktorinn, Ágúst H. Bjarnason framkvæmdi á Vopnafirði 1914. Bjarni M. Bjarnason, bæjarlistamaður Garðabæjar, segir frá þessu, og kemur inn á draumatrú á Íslandi. Hann hefur sjálfur gefið út draumadagbókina Nakti vonbiðillinni. Í lok erindis eru umræður um efnið.