Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Charlotta Sverrisdóttir listamaður desembermánaðar er með móttöku 6.desember kl. 17-18:30

05.12.2019

Charlotta Sverrisdóttir er listamaður desembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar

Charlotta Sverrisdóttir er myndlistarkona og félagsmaður í Grósku. Listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi 7 er samstarfsverkefni safnsins og Grósku.
Charlotta verður með móttöku föstudaginn 6.desember klukkan 17.
Sýningin ber heitið Kyrrð. Charlotta velur myndir á sýninguna með hliðsjón af komandi hátíð, ljóss og friðar. Myndirnar eru rólegar og kyrrlátar þar sem orange liturinn er ráðandi sem má segja að sé í anda aðventunnar.

Charlotta hóf myndlistarnám í Kaliforníu árið 2000. Er heim kom lá leiðin í Myndlistarskóla Kópavogs. Þar dvaldi hún í nokkur ár. Dvöl Charlottu í Kaliforníu hefur haft áhrif á litaval hennar og virðist sem orange liturinn sæki á ljóst og leynt. Íslensk náttúra hefur líka sterk ítök í listamanninum og segir að það sé ógjörningur að komast undan áhrifum hennar búandi á landinu.
Charlotta er stofnmeðlimur í myndlistarfélagi Grósku og hefur hún tekið þátt í flestum samsýningum á vegum hennar. Einnig er hún meðlimur Myndlistarfélags Kópavogs. Charlotta er með vinnustofu í Auðbrekku 6, Kópavogi og hefur tekið þátt í samsýningum með því félagi ásamt einkasýningum. Einnig er Charlotta í Galleríi Art 67, á Laugarvegi 63.
Charlotta er eigandi viðburðafyrirtækisins, Málum og Skálum. Þar býður hún hópum að koma á vinnustofuna og mála eina mynd sér til skemmtunar og mega hóparnir hafa með sér „léttar veitingar“. Einnig býður hún „gæsahópum“ að koma í um það bil eina klukkustund á laugardögum.

Sjá www.malumogskalum.is og á facebook.com/málum og skálum.
Charlotta er með síðuna Art gallerý Lotta á facebook.
Charlotta Sverrisdóttir, artist Lotta.
Til baka
English
Hafðu samband