Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkaforritun - Scratch og Makey Makey 28.mars kl. 13 - skráning nauðsynleg

07.03.2020
Krakkaforritun - Scratch og Makey Makey 28.mars kl. 13 - skráning nauðsynleg

Bókasafnið býður upp á krakkaforritun laugardaginn 28.mars kl. 13 fyrir 6 til 12 ára

Farið er dýpra í einingarforritun með hjálp forritsins Scratch. Við tengjum svo Makey Makey fjarstýringu við tölvuna til þess að leika okkur með Scratch kóðann. Til dæmis er hægt að tengja banana eða leir við Makey Makey og látið bananann eða leirinn haga sér eins og takkar á tölvunni. Allir velkomnir. Skráning nauðsynleg fyrirfram á bokasafn@gardabaer.is eða í síma 591 4550. Krakkaforritun eru forritunarsmiðjur sem eru samstarfsverkefni Bókasafns Garðabæjar og menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Næsta smiðja er laugardaginn 18.apríl kl. 13 - Python (forritunarmál)

 

Til baka
English
Hafðu samband