Frestað // Dysjar hinna dæmdu - erindi þriðjudaginn 31.mars kl. 18
11.03.2020
Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Dysjar hinna dæmdu, aftökur. Steinunn J. Kristjánsdóttir heldur erindi fyrir gesti og gangandi
Allir velkomnir. Aftökum fjölgaði á Íslandi eftir siðaskipti og var þá dæmt eftir Stóradómi. Innan rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dæmdu við Háskóla Íslands hefur verið unnið að kortlagningu aftökustaða á Íslandi. Þessar aftökur áttu sér allar stað á tímabilinu 1550 til 1830, það er frá upphafi siðaskipta til loka þess tíma sem oftast er kenndur við upplýsingu. Steinunn J. Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði heldur erindi um rannsóknarverkefnið á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 31.mars klukkan 18:00