Fullbókað - Rit- og teiknismiðja með Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
12.05.2020
Rit- og teiknismiðjan fer fram dagana 11., 12., 15. og 16. júní frá fimmtudegi til þriðjudags, á annarri hæð Bókasafns Garðabæjar
Bókasafn Garðabæjar býður krökkum á aldrinum 9 – 12 ára í rit – og teiknismiðju í byrjun júní ⭐Bergrún Íris, rithöfundur og myndlistarmaður, mun leiðbeina í smiðjunni.
Smiðjan mun fara fram dagana 11., 12., 15. og 16. júní milli klukkan 10 og 12 í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 á 2. hæð safnsins. Börnin geta mætt kl.9 þegar bókasafnið opnar.
Allir hjartanlega velkomnir, sama hvar þeir standa í ritfærni.
Farið verður yfir grunntækni þess að byrja skrifa skapandi og við myndskreytingu með texta.
Námskeiðið er ókeypis en það er takmarkað pláss og því er skráning nauðsynleg hér :
skráning í rit- og teiknismiðju
eða hjá okkur í afgreiðslu bókasafnsins.