Foreldraspjall - Arna Skúladóttir með svefnráðgjöf - skráning nauðsynleg
07.09.2020
Arna Skúladóttir fræðir aðstandendur ungra barna um svefnvenjur í foreldarspjalli fimmtudaginn 10.sept. klukkan 10:30
Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun fræðir foreldra ungra barna um svefnvenjur og veitir góð ráð.
Skráning nauðsynleg, vinsamlegast fyllið út hér: skráningarform
Foreldrar ungbarna og aðrir áhugasamir velkomnir.
Arna hefur skrifað m.a. bókina Draumaland:svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs og rekur ráðgjafaþjónustu um svefn og næringu fyrir foreldra.
Munum að sjálfsögðu virða fjöldatakmarkanir, sóttvarnir og fjarlægð milli fullorðinna gesta.
Munið að skrá ykkur á þessa fræðslu til að fá sæti. Skráningarform hér ofar.