Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur Gísladóttir listamaður októbermánaðar

29.09.2020
Hrafnhildur Gísladóttir listamaður októbermánaðar

Listamaður októbermánaðar á Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku, félag myndlistarmanna í Garðabæ er Hrafnhildur Gísladóttir.

Sýningin opnar 2. október og verður listakonan stödd í safninu frá klukkan 17 til 19 og spjallar við gesti og gangandi um verkin. Hún verður einnig með listamannaspjall fimmtudaginn 22. okt. kl. 17 -19.
Hrafnhildur hefur komið víða við, var um tíma í Handíða- og myndlistarskólanum, hefur sótt fjölda námskeiða í myndlist og er með menntun sem tækniteiknari og útstillingarhönnuður.
Hrafnhildi hefur gaman af að brjóta upp formið og á sýningunni verða margar ólíkar myndir, þar af nokkrar kringlóttar. Hrafnhildur sækir sér innblástur víða og sér þess stað í fjölbreyttum verkum listakonunnar. Það sem þó oftast ratar á strigann er sjór, hestar, andlit og skáldskapur í bland og gjarnan eru myndirnar litríkar.
Sýningin nú er tíunda einkasýning Hrafnhildar sem hefur einnig tekið þátt í sextán samsýningum. Nánar um feril Hrafnhildar og list hennar er að finna á heimasíðunni www.hrafna.com
Sýningin er sölusýning.
Til baka
English
Hafðu samband