Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi - frumsýning jólamyndbands
26.11.2020
Jólaþáttur verður frumsýndur á fésbókarsíðu Garðabæjar, Bókasafns Garðabæjar og Hönnunarsafns laugardaginn 28. nóvember kl. 16:00
Í upphafi aðventu er hefð fyrir því að tendra á ljósum jólatrésins á Garðatorgi og bjóða fjölskyldum upp á skemmtidagskrá. Vegna gildandi samkomutakmarkana verður brugðið út af vananum í ár. Sérstakur jólaþáttur verður frumsýndur á fésbókarsíðu Garðabæjar, Bókasafns Garðabæjar og Hönnunarsafns laugardaginn 28. nóvember kl. 16:00 á þeim tíma sem venjan er að tendra ljósin á trénu á Garðatorgi. Í jólaþættinum verða ljósin tendruð á trénu, jólasveinar koma þar við sögu, boðið verður upp á föndursmiðjur á Bókasafni Garðabæjar og í Hönnunarsafninu. Tónlistaratriði með þeim Hallveigu Rúnarsdóttur og Jóni Svavari Jósepssyni á sviðinu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar er hluti af jólaþættinum og jólasveinar rata að lokum í burstabæinn Krók í leit sinni að Ketkróki.Fylgist með rafrænum menningarviðburðum Garðabæjar á menningarrás á vimeo.com/menningigardabae , sjá líka upplýsingar hér á vefnum.
Rafrænum menningarviðburðum er einnig streymt á fésbókarsíðu Garðabæjar.