Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóri skiladagurinn 7.desember

02.12.2020
Stóri skiladagurinn 7.desember

7. desember nálgast óðum á bókasafninu

Hvað þýðir það? Rifjum upp. Bókasafn Garðabæjar þurfti að skella í lás vegna hertra samkomutakmarkana 8. október sl. Því miður lengdist nokkuð í lokuninni og endaði hún í tæpum sex vikum. Við opnuðum aftur 18. nóvember með skertum afgreiðslutíma. Þessa dagana er opið alla virka daga frá kl. 10 til 17. Tíu manns mega bara vera inni á safninu í einu og allir þurfa að vera með grímu og spritta sig vel. Enn um sinn er lokað á laugardögum. Stuttu eftir lokun fórum við að bjóða upp á möguleikann að panta bækur og sækja. Það vakti mikla lukku hjá lesþyrstum Garðbæingum enda jólabókaflóðið í algleymingi. Nú er hins vegar komið að skiladögum. Öllum útlánum sem voru með skiladag á lokunartímabilinu var framlengt til 7. desember. Engar sektir voru lagðar á bækur og önnur gögn sem voru með skiladag á lokunartímanum. Nú er ljóst að bókasafnsefni hefur verið mjög lengi hjá mörgum lánþegum og værum við á bókasafninu endalaust þakklát ef þeim væri komið til síns heima. Nú biðjum við fólk að leita í koppum og kirnum, skúffum og skápum, töskum og tuðrum af bókasafnsefni sem þarf að skila. Við tökum fagnandi á móti ykkur og bendum líka á að mjög auðvelt er að nota sjáfsafgreiðsluvél safnsins
Til baka
English
Hafðu samband