Dr.Bæk og sögustund með Jónu Valborgu Árnadóttur rithöfundi
Dr. Bæk á Bókasafni Garðabæjar að Garðatorgi 7 og sögustund fyrir 2-6 ára með Jónu Valborgu Árnadóttur
Sögustund með Jónu Valborgu Árnadóttur rithöfundi verður í Bókasafni Garðabæjar, laugardaginn 8.maí kl.13.
Breyting: Skrímslastund með Áslaugu Jónsdóttur rithöfundi frestast vegna forfalla.
Jóna Valborg Árnadóttir rithöfundur mun lesa úr bókum sínum fyrir 2.-6.ára börn kl.13, laugardaginn 8.maí. Bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda, s.s. Systkinabókin, bækurnar um Kormák og Vinabókin, Knúsbókin, Brosbókin og Hetjubókin.
Verið innilega velkomin í skemmtilega fjölskyldustund.
Skráning við inngang.
Fögnum sumri með Dr. Bæk á Bókasafni Garðabæjar að Garðatorgi 7.
Við hvetjum alla hjólaeigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum á milli klukkan 12 og 14. Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. Allir velkomnir.