Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dr.Bæk og sögustund með Jónu Valborgu Árnadóttur rithöfundi

04.05.2021
Dr.Bæk og sögustund með Jónu Valborgu Árnadóttur rithöfundi

Dr. Bæk á Bókasafni Garðabæjar að Garðatorgi 7 og sögustund fyrir 2-6 ára með Jónu Valborgu Árnadóttur

Sögustund með Jónu Valborgu Árnadóttur rithöfundi verður í Bókasafni Garðabæjar, laugardaginn 8.maí kl.13.

Breyting: Skrímslastund með Áslaugu Jónsdóttur rithöfundi frestast vegna forfalla.
Jóna Valborg Árnadóttir rithöfundur mun lesa úr bókum sínum fyrir 2.-6.ára börn kl.13, laugardaginn 8.maí. Bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda, s.s. Systkinabókin, bækurnar um Kormák og Vinabókin, Knúsbókin, Brosbókin og Hetjubókin.
Verið innilega velkomin í skemmtilega fjölskyldustund.
Skráning við inngang.

Fögnum sumri með Dr. Bæk á Bókasafni Garðabæjar að Garðatorgi 7.

Við hvetjum alla hjólaeigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum á milli klukkan 12 og 14. Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. Allir velkomnir.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband